tisa: júní 2006

laugardagur, júní 24, 2006

Titillaust

Það kom sumar.

Og til að halda áfram með skemmtilegar fréttir þá er ég búin að finna bílinn minn. Svona ólmóst.

Opel Corsa. Þýskur gæðingur. Ef allt gengur eftir áætlun ætti ég að vera komin á hann eftir helgi.

Ég er smá á eftir á eftir áætlun með þetta en einkabílstjórarnir mínir hafa staðið sig ágætlega í skutlinu hingað til.

Annars veit ég ekkert hverju ég á að drita hérna inn á. Ég er bara svona að láta vita af mér. Ég hef ekki haft samskipti við allt of marga, allt of lengi ... Hálf skammast mín fyrir þetta. Verð að bæta úr því og bjóða vanræktum vinum í ísbíltúr.

Ég er ekkert búin að afreka. Hef ekkert að segja. Ég er ekki einu sinni búin að vera að vinna það mikið. Ég bara sef, sem er svosum ágætt. Það hefur reyndar þann ókost að ég hvítari en nokkru sinni fyrr, og er þá mikið sagt. Fólk þarf að píra augum þegar það talar við mig til að fá ekki ofbirtu og gamla fólkið í vinnunni heldur að ég sé engill. Svo hvít er ég.

En dömur mínar og herrar, ég stend samt uppi sem, sigurvegari í taninu. Því hafið ekki heyrt það? Hvítt er hið nýja tan. Ég hef ákveðið að koma því af stað. Þannig passið ykkur á því að vera ekki of mikið í sólinni, það er ljótt að vera brúnn. Oj bara!

Vampírur og Gotharar eru inn!

Bless.

Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 22:08

2 comments

þriðjudagur, júní 13, 2006

Og þeir hleyptu henni loks í umferðina, þvílík fífl

Það gæti farið að líða lengra á milli blogga hjá mér vegna sumars. Sumar hefur þær afleyðingar að ég nenni ekki að vera í tölvunni.

Ég veit að hljómar ótrúverðulegt að ég skuli ekki nenna að vera í tölvunni, en þanig er það nú víst. Svo hef ég vinnu líka sem heitir Hrafnista.

Ég gleymdi samt að fara í vinnuna á afmælinu mínu og stimpla mig inn til að heyra afmælissönginn úr stimpliklukkunni. Nú þarf ég að vinna þarna í annað ár til að ná þessu markmiði mínu.

En stærsta fréttin þessa dagana er að ég er komin með bílprófið langþráða. Ég hef samt engan bíl, en ég lít á það sem örlítið smáatriði. Bara smá galli. En bílaleysið ætti að heyra sögunni til innan skamms.

Annars er ég ekki búin að gera neitt nema að sitja. Sitja það mikið að rassinn á buxunum mínum er að breytast í nælon. Ég á bara einar buxur eftir. Allir rassar farnir. Ég sit of mikið er mér sagt. Þannig ég ligg þá bara.


Kannski ég fari bara núna að liggja. Liggja og hlusta á Modest Mouse.

I like.


Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 18:53

2 comments

þriðjudagur, júní 06, 2006

The bitter end

Ég er bitur. Ennþá.

Ég er nokkuð viss um allir viti afhverju ef ég þekki mitt fólk rétt.

Litlu örvhentu Tinnu tókst að falla á bílprófinu sínu. Ég var búin að keyra mínusalaust próf (ég gleymdi stefnuljósi þegar ég bakkaði ím stæði, sem tókst annars 100%) svo á leiðinni til baka upp í Frumherja skipti ég um akrein vitlaust og er fallin.

Ég er bitur.

Ég má vera bitur.

Ég hef allan rétt í heiminum að vera bitur.

Ekki efast um biturleika minn.

En ef ég lít á björtu hliðanar er ég umkringd einkabílstjórum.

En ég er samt bitur.

Ætli hann hafi fattað að ég sé örvhent, þessi nasista prófdómari? Afkomandi Hilers og djöfulsins.

En það er sumar, þannig ég er svona í tiltölulega góðu skapi. Ég var nefnilega í fríi í dag. Mér finnst gaman að vera í fríi.

Svo er ég í þriggja daga fríi um helgina, sem ég á fyllilega skilið eftir að hafa unnið í 26 tíma seinustu helgi. . . hálfveik. Böh

Það hefur nefnilega alveg sína kosti að vera í hálfu starfi.

Meira frí.

Og hvað táknar meira frí?

Meiri svefn!

Mmmmmmmmmmmmmm svefn.

Þar er enginn á móti mér. Þar ræð ég ríkjum. Þar er enginn fjörfiskur. Engir nasistar. Engir smákrakkar.

Bara ég og Johnny Depp . . .


Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 20:16

0 comments

föstudagur, júní 02, 2006

(!)

Þetta var ömurlegur dagur.


Ég er farin að

a) Drekkja mér í Andapollinum

b) Grafa mig lifandi

c) Hengja mig í iPod snúrunni minni


Bless vondi heimur, þú varst ekki gerður fyrir örvhent fólk. Mér er alveg sama, ég vil þig ekki heldur.


Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 20:37

3 comments